Skilmálar

Með því að gerast félagsmaður Bláa naglans samþykkir þú eftirfarandi skilmála.

Perónuupplýsinga

Vinnsla upplýsinga sem þú lætur okkur í té er í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð perónuupplýsinga. Farið er með öll gögn og upplýsingar sem trúnaðarmál.

Gögn og upplýsingar eru ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila nema með fyrirfram gefnu leyfi viðkomandi aðila.

Boðgreiðslur

Með því að gefa upp greiðslukorta- eða bankaupplýsingar veitir þú okkur heimild til að skuldfæra þá styrktarupphæð á því tímabili (mánaðarleg eða árlega) sem þú hefur kosið af greiðslukorti eða bankareikningi.

Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar.

Hvenær sem er og án frekari skýringa getur þú breytt styrktarupphæðinni eða óskað eftir því að greiðslur verði stöðvaðar með því að hafa samband við Blái naglann í gegnum tölvupóstfangið [email protected] eða í síma 775 1111. Tekið skal fram fullt nafn og kennitala viðkomandi.

Greiddir styrkir fara beint í notkun og eru þeir því ekki endurgreiddir.

Varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Skilmálar þessir gilda frá 19. janúar 2020.