Snemm-greining á breytilegu genamengi

Um að ræða greiningu meins í blóði áður en það greinist í líffæri. Blóðprufa er þá tekin kerfisbundið á 5 ára fresti til rannsókna á DNA-RNA frá tvítugsaldri.

Ávinningur af snemm-greiningu er sá að mun líklegra verður að mögulegt sé að greina krabbamein á grunnstigi. Annar ávinningur er meiri líkur á minni lyfjaskömmtum og þá minni aukaverkanir auk lægri lyfjakostnaðar.

Læknavísindin stefna nú í þá átt að hægt verði að drepa krabbameinsfrumur nánast í „fæðingu“. Íslenskir læknar og líffræðingar standa framarlega í þessu starfi og við verðum að taka þátt og styðja við bakið á þessum rannsóknum.

Um félagið

Blái naglinn leitast eftir félagsmönnum sem koma til liðs með mánaðarlegum greiðslum sem renna beint í rekstrarsjóð félagsins.

Upphaf Bláa naglans

Jóhannes V. Reynisson stofnaði Bláa naglann árið 2012, eftir að hafa greinst sjálfur með blöðruhálskrabbamein.

Allt frá fyrsta degi læknismeðferðar sinnar hélt hann eins konar dagbók um líf sitt með krabbamein með kvikmyndatöku. Kvikmyndin varð heimildarmynd og var sýnd í Hörpu 27. mars 2012 og seinna í ríkissjónvarpinu (RUV).

Hugmynd Jóhannesar með stofnun Bláa naglans var einföld. Hún fólst í að knýja á um að nýjustu tækni og annarri læknismeðferð, sem völ væri á hverju sinni, væri beitt gegn sjúkdóminum. Þetta voru augljós atriði, sem stóðu upp úr, að fenginni reynslu sinni. Í framhaldinu var hafist handa við fjáröflun til kaupa á línuhraðli fyrir Landspítalann (LSH) og árið 2014 fyrir fjársöfnun fyrir nýjum robot á skurðstofur LSH.

Við gagnaöflun vegna veikinda sinna varð Jóhannes þess áskynja, að veruleg misskipting var á forvarnarstarfi gegn krabbameini hjá kynjunum. Þar hallaði á karlmenn. Úr varð að tákngera Bláa naglann sem merki karla í baráttunni við krabbamein.

Til að gæta jafnræðis í vitundarvakningu krabbameins hefur Blái naglinn einnig unnið að forvörnum á ristilkrabbameini, krabbameini, sem herjar jafnt á karla sem konur. Frá árinu 2015 hefur átakið „Til hamingju með afmælið“ staðið yfir. Það felst í því, að Blái naglinn sendir gjöf til allra, sem verða fimmtugir á ári hverju. Gjöfin er heimapróf til leitar að leyndu blóði í hægðum, sem getur verið fyrsti vísir ristilkrabbameins.

Kaflaskil: Breyttar áherslur.

Þekking vísindamanna á genamengi og hegðun krabbameins hefur á skömmum tíma lyft krabbameinsrannsóknum á hærra stig.

Blái naglinn hóf starfsemi sína sem félagslegt afl til að vekja athygli á krabbameini, sem hrjáir karlmenn og til að hreyfa við yfirvöldum um að hlúa að forvarnarstarfsemi í þeirra garð. Í takt við ríkjandi tíðaranda hefur Blái naglinn tekið sér stöðu með vísindasamfélaginu og telur, að í baráttunni við krabbamein beri að efla genarannsóknir og almennar blóðrannsóknir. Blái naglinn styður uppbyggingu rannsóknarumhverfis fyrir lækna og aðra vísindamenn, sem fást við krabbameinsrannsóknir hér á landi, en til þess þarf fjármagn. Blái naglinn helgar sig uppbyggingu samfélagssjóðs til krabbameinsrannsókna.

Minnka

Félagsmenn

Blái naglinn leitar félagsmanna til að halda áfram að byggja upp ímynd þá sem til hefur orðið og dugnað til framtðar. Kostnaður við rekstur er mikill og því er allur sá stuðningur sem veitur er mikils metinn (bæði veraldlegur sem og andlegur).

Kennitala: 450700-3390
Reikningsnúmer: 537-26-350350

Mánaðarleg framlög

Hægt er að styrkja Bláa naglann með mánaðarlegum framlögum. Einfaldlega veldu upphæð hér að neðan.

Við flytjum þig síðan yfir á örugga greiðslugátt Borgunar þar sem þú getur fyllt út frekari upplýsingar.

1000 kr.2500 kr.7500 kr.

Árleg framlög

Hægt er að styrkja Bláa naglann á árs grundvelli. Vertu nagli, sýndu stuðning!

Við flytjum þig síðan yfir á örugga greiðslugátt Borgunar þar sem þú getur fyllt út frekari upplýsingar.

4500 kr. / ári

Heimildarmyndin

EnglishDeutsch

Skýrslur

Hér má nálgast uppgjör frá söfnun Bláa naglans.

Söfnun Bláa naglans árið 2020.

Söfnun Bláa naglans árið 2019.

Söfnun Bláa naglans árið 2018.